Heimsins besta bleikja.
Landeldi við einstakar aðstæður.
Grindavik
Kjöraðstæður
Umhverfið á Reykjanesi er einstakt á heimsvísu: eyðilegar hraunbreiðurnar minna á yfirborð tunglsins, ósnortin náttúran er sem af öðrum heimi. Þessi stórbrotna náttúra skapar fullkomna umgjörð og bestu skilyrði fyrir ræktun á heimsins bestu fisktegund.

Í þessu umhverfi blandast saman hreinn sjór og grunnvatn sem síast hefur í gegnum 200.000 ára gömul hraunlög – og með aðstoð jarðhitans er hægt að viðhalda 10-12°C hitastigi á hreinu vatninu. Þessi samþætting skapar fullkomnar aðstæður fyrir ræktun hinnar einstöku bleikju sem kennd er við Norðurheimskautið.
Bleikja (Salvelinus Alpinus)
Einstök fisktegund
Bleikjan er tegund ferskvatnsfisks sem þrífst aðallega á norðlægum slóðum. Bragð hennar er fínlegt, áferðin þétt og liturinn fallega rauður. Þetta er ljúffengur fiskur sem hægt er að matreiða á fjölbreyttan hátt – að mörgu leyti eins og lax, enda er bleikja af laxfiskaætt.

Í bleikjunni er að finna mikið magn Omega3 fitusýra, einkum af hinni mikilvægu EPA Omega3 fitusýru. Auk þess er bleikja mjög próteinrík. Og þar sem við ræktum okkar bleikju aðeins á einum stað og eingöngu í einhverju tærasta vatni í veröldinni, erum við sannfærð um að hér sé um að ræða einhverja bragðbestu og heilbrigðustu bleikju á Íslandi og þar með í heiminum.
Landeldi
Sjálfbærni til eftirbreytni
Með því að nýta vistkerfi Reykjanessins sem grunn fyrir eldið, er okkur kleift að byggja upp eitthvert sjálfbærasta fiskeldiskerfi í heimi. Nærumhverfi Grindavíkur býður upp á frábærar aðstæður til að nýta náttúrulegar auðlindir í fiskeldi á landi á ábyrgan hátt með lágmarksáhrifum á umhverfið. Hér eru kjöraðstæður til að ala upp sterkan og öflugan fiskistofn.

Framleiðslan er aðlöguð vistkerfinu og hönnuð þannig að kerfið sé bæði sjálfbært og kolefnishlutlaust. Allt vatn sem notað er til framleiðslunnar hefur síast í gegnum hraunlög og er hitað með jarðhita. Við erum með eigin hrognaframleiðslu, þ.e. við sækjum ekki hrogn eða hrygnandi fisk í sjó, ár eða vötn. Við notum eingöngu 100% jarðvarmaorku til knýja framleiðsluna, sem er hönnuð með hámarks orkunýtingu í huga.

Bleikjan okkar er ræktuð á ábyrgan hátt með velferð fiskanna að leiðarljósi sem og umgengni við náttúruna. Fiskurinn fær aðeins gæðafóður sem ekki hefur verið erfðabreytt. Eldiskerin eru hönnuð með það að markmiði að tryggja streitulaust umhverfi fyrir fiskinn. Reynt er að lágmarka umgengni og sýnileika mannsins við kerin og hafa stöðugt rennsli og straum í hringrás kerjanna til að tryggja bleikjunni svigrúm til að synda og þroskast eðlilega.
Heimsklassi
Okkar markmið er aðeins eitt: Að rækta og framleiða heimsins ferskustu gæðableikju fyrir kröfuharða neytendur. Við erum einbeitt, vinnusamt og hagsýnt teymi sem starfar af heilindum að því að rækta það sem við teljum vera einstaka fiskitegund, í sérstæðu og á köflum harðneskjulegu umhverfi Íslands. Við höfum þarfir og kröfur viðskiptavina að leiðarljósi, sem og gæði, gagnsæi, ábyrgð og áreiðanleika.

Við slátrum í samræmi við pantanir til að tryggja að bleikjan komi eins fersk og hægt er á disk neytandans. Við reynum að hafa sem stystan tíma frá eldi að eldun; þannig að ferlið frá því fiskurinn syndir í tönkunum, er slátrað, honum pakkað og hann tilbúinn til útflutnings sé eins stutt og mögulegt er. Og við getum sniðið framleiðsluna að þörfum viðskiptavina og markaðarins. Við erum stolt af því að framleiðslan uppfyllir alla helstu staðla og skilyrði fyrir margs konar alþjóðlegum vottunum, s.s. varðandi sjálfbærni í sátt við umhverfið, framleiðsluaðferðir í fiskeldi, vinnulöggjöf og dýravelferð.