Heimsklassi
Okkar markmið er aðeins eitt: Að rækta og framleiða heimsins ferskustu gæðableikju fyrir kröfuharða neytendur. Við erum einbeitt, vinnusamt og hagsýnt teymi sem starfar af heilindum að því að rækta það sem við teljum vera einstaka fiskitegund, í sérstæðu og á köflum harðneskjulegu umhverfi Íslands. Við höfum þarfir og kröfur viðskiptavina að leiðarljósi, sem og gæði, gagnsæi, ábyrgð og áreiðanleika.